- Advertisement -

Halli á vöruskiptum við útlönd

11,7 milljarða halli var á vöruskiptum við útlönd fyrstu átta mánuði ársins. Vörur voru fluttar út fyrir 363,7 milljarða en inn fyrir 375,4 milljarða. Á sama tíma fyrir ári síðan voru vörukaup hagstæð um 23,5 milljarða og vöruskiptajöfnuðurinn var því 35,1 milljarði króna lakari nú en á sama tíma fyrir ári.

Á vef Hagstofu Íslands má sjá að fyrstu átta mánuði ársins 2014 var verðmæti vöruútflutnings 35,9 milljörðum eða 9% lægra en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 52,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 7,7% lægra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna áls. Sjávarafurðir voru 42,1% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 11,8% lægra en á sama tíma árið áður.

Fyrstu átta mánuði ársins 2014 var verðmæti vöruinnflutnings 0,7 milljörðum eða 0,2% lægra en árið áður, aðallega vegna hrá- og rekstrarvöru, eldsneytis og flugvéla. Á móti kom aukinn innflutningur á fólksbílum og skipum.

Í ágústmánuði voru fluttar út vörur fyrir 47,2 milljarða króna og inn fyrir 42,8 milljarða króna. Vöruskiptin í ágúst voru því hagstæð um tæpa 4,5 milljarða króna. Í ágúst 2013 voru vöruskiptin hagstæð um 6,3 milljarða króna á gengi hvors árs.

Þú gætir haft áhuga á þessum

 Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: