- Advertisement -

Úr eldinum í öskuna

En um jólin verður nafn mitt I.N.R.I. endurskoðun. Bara svo þið vitið það….

Halldór Árni Sveinsson skrifar:

Hinn skeleggi og snoppufríði dómsmálaráðherra hefur verið gagnrýndur fyrir lítinn áhuga á leiðindamálaflokkum eins og útlendingum og barnshafandi konum í neyð, en þess meiri á þjóðþrifamálum eins og brennivíni í (sumar) búðir. Áslaug Arna hefur heldur betur slegið í klárinn, því bara í dag heyrðist af áformum hennar um að leggja mannanafnanefnd af með nýjum lögum, en einnig að heimila dreifingu ösku látinna um landið og miðin. Stórsniðugt líka að dreifa athyglinni frá þessu leiðindaatviki sem Samherjamenn lentu í Namibíu, nýlendu íslenskra kvóta- og skattakónga.

Af þessu tilefni hef ég ákveðið tvennt;

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef verður snöggt um mig, er það hinsta ósk mín að vera brenndur og ösku minni verði dreift um stofugólfið heima (til að pirra konuna aðeins meira..).

Um leið og mannanafnanefnd verður lögð niður mun ég hætta að gegna nafninu Halldór Árni og taka upp nafnið Dróni Voldemort Breiðfjörð. Aðra hvora viku sko. Hina vikuna vil ég heita Hlé Dís Kvikmyndahúsanna og bið fésbókarvini mína um að kalla mig því nafni. En um jólin verður nafn mitt I.N.R.I. endurskoðun. Bara svo þið vitið það….

Skrifin birtust á Facebooksíðu Hallórs Árna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: