- Advertisement -

Bryndís, fyrirtækið heitir Samherji

Orð um spillingu eru hégómi einn í samanburði við ömurlegan raunveruleikann.

„Frétt­ir bár­ust af því á dög­un­um að ís­lenskt fyr­ir­tæki hefði á er­lendri grundu orðið upp­víst að meint­um lög­brot­um. Sögð var saga spill­ing­ar, mútu­brota og pen­ingaþvætt­is sem náði þvert yfir landa­mæri margra landa. Miðpunkt­ur­inn reynd­ist fá­tæk þjóð Namib­íu­manna sem virðast ef rétt reyn­ist hafa orðið af arðbærri nýt­ingu fisk­veiðiauðlind­ar sinn­ar sem við Íslend­ing­ar höfðum áður aðstoðað þau við að ná tök­um á með öfl­ugu fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi,“ þannig byrjar Moggagrein eftir Bryndísi Haraldsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins.

Merkilegt er að Bryndís forðist að nefna Samherja á nafn. Má það ekki? Hvers vegna skil ég ekki. Síðar í greinin stingur Bryndís fæti niður í fen afneitunarinnar.

„Þá verður að var­ast að tala ekki Ísland al­mennt niður á alþjóðavett­vangi, kalla það spill­ing­ar­bæli og tala um að hér þríf­ist spill­ing. Alþjóðleg­ur sam­an­b­urður sýn­ir að svo er ekki, það þýðir samt ekki að við get­um lokað aug­un­um fyr­ir þeirri hættu að hér geti slík brot átt sér stað. En það er á okk­ar ábyrgð að tala máli lands og þjóðar. Við eig­um að sjálf­sögðu að halda uppi virk­um vörn­um gegn spill­ingu og pen­ingaþvætti hér á landi og í alþjóðlegu sam­starfi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bryndís á að vita betur. Það er taktlaust að tala um að Íslendingar geti ekki framið afbrot. Í þessum töluðu orðum eru einmitt í gangi refsirannsóknir vegna framgöngu Samherjamanna víða erlendis. Orð um spillingu eru hégómi einn í samanburði við ömurlegan raunveruleikann.

Ég held að Bryndís Haraldsdóttir sé fínasta manneskja. Hún yrði enn betri ef hún hætti þessari meðvirkni. Sama hvaða samanburð er vitnað til er augljóst að við erum ekkert fremri öðru fólki. Varnir okkar eru verri, en flestra annarra, vegna fámennis.


-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: