- Advertisement -

Hversu lágt er hægt að leggjast?

Samherjamenn leituðu á mið hinna fátækustu meðal fátækra.

„Hversu lágt er hægt að leggjast? Réttsýnu fólki er misboðið þegar kvótagreifar Samherja misnota jafn herfilega og raun ber vitni aðstöðu sína í hinu bláfátæka Afríkulandi Namibíu. Þar er um að ræða meiri háttar mútur, meintar mútur, og ágóðann af því fela þeir síðan í aflandsfélögum og skattaskjólum,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson á Alþingi í gær.

Guðmundi Inga er ekki skemmt:

„Íslendingar hafa komið að þróunarstarfi í Namibíu og byggt upp traust en því rústuðu þessir kvótagreifar og misnotuðu aðstöðu sína herfilega með því að arðræna bláfátæka þjóð. Afganginn fólu þeir síðan í aflandsfélögum og skattaskjólum víða um heiminn og eftir situr sorg og reiði. Orðið siðfræði er greinilega ekki til í þeirra orðabók. Samherjamenn leituðu á mið hinna fátækustu meðal fátækra og rændu þá auðlindum sínum með meintum mútum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: