- Advertisement -

Danir vilja bakka úr kvótakerfinu

Guðmundur Franklín Jónsson skrifaði:

Fulltrúar allra flokka á danska þinginu, Folketinget, náðu seint í gærkvöld samkomulagi um breytingar á danska fiskveiðistjórnunarkerfinu. Á undanförnum árum hefur mjög stór hluti kvótans safnast á fárra hendur og smábátaútgerð hefur víða lagst af. Nú er ætlunin að vinda ofan af þessu.
Borgþór Arngrímsson, fréttaritari RÚV í Kaupmannahöfn, segir tvennt valda því að þingmenn vilji ráðast í breytingar á kvótakerfinu. Í fyrsta lagi mikill urgur í smábátasjómönnum og íbúum lítilla bæja við ströndina sem hafa séð smábátana og tilheyrandi mannlíf hverfa ásamt lífsviðurværi sjómannanna. Og, það sem vegur líklega þyngra, skýrsla sem danska ríkisendurskoðunin sendi frá sér í sumar þar sem núverandi kvótakerfið frá 2002 er harðlega gagnrýnt. Í því hafi verið gloppur sem gerði auðugum útgerðarmönnum kleift að komast yfir mikinn kvóta. „Sem dæmi var nefnt að eiginkona útgerðarmanns var skrifuð fyrir smátrillu og hún eignaðist kvóta sem hefði nægt til að fylla trilluna fjórum sinnum á hverjum einasta degi árið um kring. Ríkisendurskoðunin sagði að allt eftirlit hefði verið í skötulíki,“ greindi Borgþór frá í beinni útsendingu í hádegisfréttum.

GFJ skrifaði þetta 23. þessa mánaðar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: