- Advertisement -

Þetta má lesa á síðu Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is.

Hverfum aftur til ársins 2002.
Sjómannadagurinn skyldi haldinn hátíðlegur á Akureyri sem annars staðar á landinu í byrjun júní.
Sjómannadagsráð hafði farið þess á leit við Árni Steinar Jóhannsson, fyrrum formann Þjóðarflokksins, síðar í framboði fyrir Alþýðubandalag og óháða og þegar hér var komið sögu einn af helstu forsvarsmönnum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, talsmaður VG í sjávarútvegsmálum á þessum tíma.
Árni Steinar hafði verið umhverfisstjóri Akureyrar í um 20 ár og mótað bæinn. Sem slíkur naut hann mikillar virðingar. En jafnframt óvildar af hálfu þeirra sem féll ekki hve staðfastlega hann gagnrýndi fiskveiðistjórnunarkerfið.
Svo fór að forstjórar Útgerðarfélags Akureyra og Samherja fengu því framgengt að Árna Steinari var meinað að stíga í ræðustól en í stað hans var fengin Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra. Hún sagði í ræðu sinni að nóg væri komið af gagnrýni í kvótakerfið.

http://www.ogmundur.is/greinar/2019/11/thegar-arni-steinar-thotti-ogna-kvotakerfinu?fbclid=IwAR0EX2tJn5iDxyztV1fsL5PUHj7PFOL7c7y7SsEcwXYIbkHaGhF50yQ94MQ


Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: