- Advertisement -

Úr einni spillingunni yfir í aðra

En skrýtið þykir mér hvað Vinstri grænir sætta sig við spillingu.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Þeir sem hafa kosið Sjálfstæðisflokkurinn eru greinilega sáttir við spillingu. Þó þeir séu ekki nægilega sáttir við flokkinn núna leita þeir bara til annars dæmigerðs spillingarflokks eða í Miðflokkinn, sem er frægur fyrir sukk og spillingu formannsins. Nýjasta skoðanakönnun sýnir þetta. Þar kemur fram að fylgi Miðflokksins hefur vaxið um svipaða tölu og fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur minnkað. Það er því ekki hægt að segja að gamlir sjálfstæðismenn séu að forðast spillinguna þegar þeir velja sér annan flokk.

En skrýtið þykir mér hvað Vinstri grænir sætta sig við spillingu. Flokkurinn er orðinn meðsekur um spillinguna í kjölfar Samherjamálsins. Vinstri grænir gera ekkert í málinu og samþykkja bara allt sem Sjálfstæðisflokkurinn ákveður. Samt fá þeir rúmlega 10 prósenta fylgi í þessari skoðanakönnun sem tekin var eftir að Samherjahneykslið var gert opinbert. Ég held að kjósendur Vg hafi bara verið í sjokki út af Samherjamálinu, ekki vitað sitt rjúkandi ráð þegar könnunin var gerð og ekki haft hugmyndaflug til að segja neitt annað en Vg.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: