- Advertisement -

Hlægilegt kapphlaup um Samherjamálið

Styrmir Gunnarsson gefur ekki mikið fyrir málatilbúnað stjórnarandstöðunnar.

Styrmi Gunnarssyni þykir ekki mikið koma til málflutnings stjórnarandstöðuflokkanna í Samherjamálinu:

„Eins og við mátti búast eru stjórnarandstöðuflokkarnir komnir í kapphlaup um Samherjamálið til þess að sýna hver þeirra sé nú harðastur af sér. Þetta er tilgangslaust kapphlaup. 

Samherjamálið mun hafa pólitísk áhrif en það eru kjósendur sjálfir, sem munu kveða upp þann pólitíska dóm.

Meðal þjóðarinnar sjálfrar er víðtæk samstaða um hvað gera skuli. Undantekningar frá því eru örfáar, og aðallega á hægri kantinum.

Og þegar svo víðtæk samstaða er, sem því miður er of sjaldgæft, eiga flokkarnir að fylkja sér á bak við þá þjóðarsamstöðu í stað þess að leika fáránlega einleik.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: