Starfshópur, sem skipaður var síðastliðið vor, skoðar nú hvernig til hefur tekist með framkvæmd almenningssamgangna á fyrsta tímabili gildandi samgönguáætlunar. Í drögum að áfangaskýrslu hópsins kemur fram að breytingarnar hafa skilað góðum árangri, ánægja notenda hefur aukist og umtalsverð fjölgun farþega hefur verið á nánast öllum leiðum. Fram kom einnig að mismunandi útfærslur á samgöngukerfinu í einstökum landshlutum hafa skilað mikilli reynslu og að á sumum svæðum hafi tekist að sameina skólaakstur og almenningssamgöngur, einnig starfsmannaakstur fyrirtækja og akstur vegna framhaldsskóla.