Það er ekki skemmtilegt fyrir venjulega launamenn að lenda í þessum mönnum.
Karín Baldursdóttir:
Risastór hópur fólks á Íslandi er logandi hrætt. Það er óttaslegið um stöðu sína. Þetta er fólkið sem starfar fyrir Samherja og mörg önnur fyrirtæki sem tengjast Samherjaforystunni. Það er búið að gera það samsekt um glæp sem það hefur ekki framið. Fólkið þorir ekki að segja neitt af hættu við að vera rekið ef það hefur einhverja aðra skoðun á málinu en Þorsteinn. Þorsteinn er frægur frekjuhundur, öskrar og æpir á fólk, og er vís með að reka fólk ef það vogar sér að segja eitthvað sem hallar á hann og Samherjaforystuna. Þorsteinn Már hefur nefnilega tilkynnt starfsmönnum sínum að ef ráðist er á hann þá er ráðist á þau öll. Hann krefst skilyrðislausrar meðvirkni.
Við skulum átta okkur á því að þetta er mjög stór hópur launafólks sem Þorsteinn hefur nú á valdi sínu. Og ekki bara hann, heldur hinir forystumenn Samherja líka. Í þeim hópi er ekki bara Þorsteinn sem er frekjuhundur. Frægt er orðið þegar sonur hans ætlaði að beita Má Guðmundsson fyrrverandi Seðlabankastjóra ofbeldi. Sú sjónvarpsklippa er orðin þekkt. Kristján Vilhelmsson frændi Þorsteinn sem einnig er eigandi Samherja og útgerðarstjóri er líka þekktur fyrir hroka og frekju. Hann svífst einskis fyrir peninga. Skilar ekki einu sinni skattaskýrslum. Það er ekki skemmtilegt fyrir venjulega launamenn að lenda í þessum mönnum.
Þetta eru heilu byggðarlögin sem um ræðir. Í viðtölum mundi fólkið aldrei þora að segja hug sinn. Bara að það séu tvær hliðar á málunum. Það liggur alveg ljóst fyrir að fólk sem ekki vill missa vinnuna segir ekkert annað. Það þorir sennilega ekki heldur að segja neitt annað í heitu pottunum, á kaffistofunum, í fjölskylduboðum eða annars staðar á mannamótum.
Svona er skoðanakúgunin á Íslandi. Þorsteinn er búinn að leggja línurnar. Þið eigið að standa með mér. Ef ekki þá…………?