- Advertisement -

Spillingin: Biðjum apana afsökunar

Guðmundur Ingi: Græðgin verður að fíkn. Er græðgin góð?

„Margur verður af aurum api. Ég held að við ættum að biðja þessa prímata, vini okkar í dýraríkinu, afsökunar því að margur maðurinn verður af aurum spilltur og þarf í sjálfu sér ákveðna hjálp. Græðgin verður að fíkn. Er græðgin góð? Andrúmsloftið í samfélaginu einkennist í ríkum mæli af græðgi sem við höfum ekki áður upplifað jafn ríkt og um þessar mundir. Það hefur fjarað undan samfélagslegum skyldum sem og samkennd og samhjálp.“

Það var Guðmundur Ingi Kristinsson sem sagði þetta í spillingarumræðunni á Alþingi.

„Það sem ég á við, dömur mínar og herrar, er að græðgi — ef svo má að orði komast er góð. Græðgi er rétt. Græðgi skilar árangri. Græðgi skerpir, tekur af allan vafa og er kjarninn í allri framþróun. Græðgi í öllum sínum myndum — lífsgræðgi, peningagræðgi, ástargræðgi, þekkingargræðgi — hefur einkennt framrás mannkynsins.“

Græðgi skerpir, tekur af allan vafa og er kjarninn í allri framþróun.

Þetta er bein tilvitnun í bíómynd sem Michael Douglas lék í 1987 og á vel við enn í dag hjá okkur.

Orðspor Íslands bíður aftur og aftur hnekki. Við virðumst ekki geta hamið okkur í allri þeirri græðgi sem á okkur dynur. Eru 110 milljarðar á tíu árum nógu mikill gróði? Eru 10 milljarðar á ári nógu mikill gróði? Nei, svo virðist ekki vera. Í allri þessari umræðu hefur líka komið í ljós að forstjóri Samherja hefur stigið til hliðar meðan rannsókn málsins fer fram. Það er gott.

Við verðum að átta okkur á því að við erum ekki á góðum stað hvað varðar peningamál hjá okkur og við verðum og eigum að gera betur. Ég segi hér og nú: Betur má ef duga skal.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: