- Advertisement -

Siðleysið finnur sér alltaf farveg

Ég tók langt viðtal við Jónas Haralz. Held að það hafi verið síðasta viðtalið sem tekið var við hann. Er ekki viss, en held það.

Hvað um það. Við töluðum um aðdraganda hrunsins, einkavæðingu bankanna og margt fleira. Siðleysið bar á góma. Jónas sagði sama hvaða fólk vildi setja strangar reglur, til að þannig tryllingur endurtæki sig ekki, væri aldrei hægt að fyrirbyggja spillinguna og siðleysi.

Hvers vegna, spurði ég. Jónas svaraði að siðleysið myndi alltaf finna sér farveg.

Þetta hefur margsannast.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: