- Advertisement -

Inga búin að fá nóg

Öll þessi dæmi hafa orðið til­efni fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar og hneyksl­un­ar á alþjóða vett­vangi.

„Ég er búin að fá nóg af þess­um sí­end­ur­teknu uppá­kom­um þar sem við venju­leg­ir Íslend­ing­ar horf­um ofan í ógeðsleg­an pott spill­ing­ar sem við eig­um enga sök á. Það er eitt­hvað mikið að í okk­ar sam­fé­lagi. Kvóta­kerfið olli siðrofi: Frjálst framsal afla­heim­ilda, græðgi og mis­skipt­ing þjóðarauðs þar sem ör­lít­ill hluti þjóðar­inn­ar fékk gríðarleg auðæfi á silf­urfati sem þau hafa fé­nýtt af mis­kunn­ar­leysi í garð sam­borg­ara sinna, og velt­ast nú um í vellyst­ing­um meðan stærst­ur hluti lands­manna býr við basl og ör­birgð.“

Þetta er úr grein Ingu Sæland sem birt er í Mogga dagsins. Þar fjallar hún um Samherjamálið á sama hátt og flestir hafa gert. Hún rifjar upp önnur vond mál:

„Sam­herja­hneykslið er hið síðasta í langri röð öm­ur­legra mála sem orða má við al­var­lega spill­ingu. Hrunið 2008 með öll­um þeim ljót­leika sem þar kom fram og eyðilagði líf þúsunda sak­lausra Íslend­inga. Panama-skjöl­in og Wintris-mál nú­ver­andi for­manns Miðflokks­ins sem kostaði hann for­sæt­is­ráðherra­stól­inn. Djöfla­messa Miðflokks­ins á Klaustri fyr­ir ári hvar op­in­beraðist hvernig flokk­ar hafa notað sendi­herra­stöður sem skipti­mynt í valda­bitling­um. Gjaldþrot WOW-flug­fé­lags­ins þar sem öll kurl eru vart kom­in til graf­ar. Grái list­inn. Og nú Sam­herja­málið. Öll þessi dæmi hafa orðið til­efni fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar og hneyksl­un­ar á alþjóða vett­vangi þar sem orðspor Íslands og Íslend­inga hef­ur beðið hnekki.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og hvað er hægt að gera? „Við þurf­um end­ur­reisn; – siðbót í at­vinnu- og stjórn­mála­lífi, nýja vendi og nýj­ar leik­regl­ur við stjórn þjóðfé­lags­ins okk­ar. Flokk­ur fólks­ins er reiðubú­inn að taka þátt í slíku starfi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: