- Advertisement -

Gullfiskaminni og sofandaháttur

Gullfiskaminnið er því algjört og við sem þjóð alltaf jafn hissa.

Tómas Guðbjartsson skrifaði:


Um daginn voru allir rosalega hissa og móðgaðir yfir því að Ísland væri eitt Evrópuríkja á vafasömum lista tengdum peningaþvætti. Samt höfðu ýmsir, m.a. sérstakur saksóknari, bent á þetta ítrekað, m.a. á visir.is í janúar 2016. Tíðindi sl. daga virðast benda til þess að eitthvað meiriháttar sé að hjá eftirlitsaðilum stjórnvalda hér á landi því stórfyrirtæki komast greinilega upp með alls konar peningafiff og moðreyk. Samt er aðeins áratugur frá hruni. Gullfiskaminnið er því algjört og við sem þjóð alltaf jafn hissa. Á sama tíma bíður orðspor okkar enn frekari hnekki erlendis. Sennilega er gests auga gleggra en lokað.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: