- Advertisement -

Kvótakerfið, Samherji og Namibía

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifaði:

Gotta love Fréttablaðið. Hörður Ægisson hefur verið fenginn til að skella í einn góðan leiðara þar sem að m.a. þessi vísdómsorð eru rituð: „Framferði Samherja í Namibíu hefur ekkert með kvótakerfið að gera og því fráleitt að umræða um meintar mútugreiðslur hafi nokkuð með það að gera.“ Í næstu setningu minnir hann okkur svo á hvað sé „alvarlegra“ (jafnvel „alvarlegast“) en það er að þingmanneskja hafi stungið upp á því að eignir Samherja yrðu frystar: Þegar þarna var komið í lestrinum tók ég pásu og ímyndaði mér hverjir væru að lesa og kinka kolli. Það var gaman og ég flissaði.

Á næstu síðu er svo grein eftir Þórlind Kjartansson sem ber heitið „Þungt högg fyrir markaðsfrelsið“. Hún byrjar á vísdómsorðum, á síðunum hefur orðið mikil samþjöppun klókindanna, áminningu um mannlegt eðli: „Það er vitað frá aldaöðli að þorstinn eftir ríkidæmi er vísasta leiðin til þess að týna sjálfum sér. Algjör samstaða er um þetta meðal trúarbragða heimsins og helstu hugsuða mannkynssögunnar—allt frá Móse til Krists, Búddha, Múhameðs og Yoda.“ Þetta er mikilvægt að minna okkur á vegna þess að „Á undanförnum árum og áratugum hafa nefnilega ýmsir nýir spámenn og spekingar sett fram kenningar í þveröfuga átt við hinar aldagömlu kennisetningar trúarbragða og heimspeki. Gordon Gekko sagði í kvikmyndinni Wall Street: „Greed is good“ og rökstuddi það með þeirri kenningu að græðgi væri forsenda allra framfara, því án hennar fengi hið nýja aldrei að ryðja hinu gamla úr vegi. Margir trúðu þessu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Gordon Gekko sagði í kvikmyndinni Wall Street: „Greed is good“ og rökstuddi það með þeirri kenningu að græðgi væri forsenda allra framfara, því án hennar fengi hið nýja aldrei að ryðja hinu gamla úr vegi. Margir trúðu þessu.

Sumum verður kannski hugsað örlítið lengra aftur í mannkynssöguna en að Michael Douglas að leika kapítalista, segjum til Manchester og bómullarframleiðslu-stuðinu þar fyrr á öldum, bara til að taka eitt dæmi um það hvernig „græðgi“ lét frumkvöðla leiðast út í þau leiðindi að láta 8 ára börn vinna í 16 tíma á sólarhring, en kannski er það bara ég?

Svo fullyrðir Þórlindur að engum detti í hug að Madonna eða Paul McCartney láti græðgina reka sig upp á svið. Ömm nafn mitt er Enginn? Svo útskýrir hann fyrir okkur hvað græðgi er og svo útskýrir hann fyrir okkur hvað hagnaðarvonin á að gera: „Í samfélagi sem vill beina kröftum fólks í uppbyggilegan farveg er því mikilvægt að hagnaðarvonin leiði fólk frekar í áttir þar sem það berst fyrir því að skapa af eigin rammleik ný verðmæti frekar en að ná til sín verðmætum frá öðrum.“

Þetta er kannski leiðinlegt að segja en gæti verið að Þórlindur ætti kannski að fara að lesa aðeins minna um Yoda og Móse og meira um Marx? Bara svona til að fá aðeins skýrari mynd af „hagnaðarvoninni“ og því hvað er fólgið í ný-verðmæta sköpun undir markaðsfrelsinu (Vísbending: Það byrjar á A og endar á rðrán.)
Allavega, ég hvet ykkur til að lesa strákana um leið og ég óska ykkur gleðilegs fössara. Verð að hlaupa, vildi samt að ég gæti bara haldið áfram að flissa.




Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: