- Advertisement -

Miðflokkurinn og Samherji

At­hygliskeppn­in er eins og aur­skriða.

„Ég hugsa til starfs­manna Sam­herja sem horfa nú á stríðsfyr­ir­sagn­ir um fyr­ir­tækið og stjórn­end­ur þess. Sér­stakt sam­band virðist milli Rík­is­út­varps­ins og Stund­ar­inn­ar enda er oft sagt að lík­ur sæki lík­an heim.“

Það er Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður og þingflokksformaður Miðflokksins, sem þannig skrifar í Mogga dagsins.

Þegar hefur komið fram að Miðflokkurinn virðist ætla að stilla sér upp í varnarmúr Samherja. „…enda er oft sagt að lík­ur sæki lík­an heim,“ skrifaði Gunnar Bragi.

Gunnar Bragi vakti þjóðarathygli þegar hann fór á „leyndófundinn“ hjá LÍÚ.

„Þurfum að fara núna í LÍÚ.“ Þannig orðaði Gunnar Bragi Sveinsson sms-skeyti til formanns síns, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem var sent í mars 2011. Hann sendi síðan annað sms-skeyti til Vigdísar Hauksdóttur: „ „Erum að fara á leyndófund LÍÚ segi þér síðar.“

Sjá nánar hér.

„Rík­is­út­varpið og Stund­in hafa áður sængað sam­an og þá mat­reitt mál­in eft­ir eig­in höfði til þess eins að gera hlut­ina enn verri. Því er mik­il­vægt að bíða eft­ir heild­ar­mynd­inni áður en op­in­ber­ar af­tök­ur hefjast. Auðvitað von­ar maður að það taki ekki of lang­an tíma að rann­saka málið og að starfs­menn Sam­herja haldi áfram stolt­ir að búa til gjald­eyri fyr­ir þjóðina,“ skrifar Gunnar Bragi.

Gunnar Bragi er ekki áhyggjulaus: „Það er slæmt fyr­ir okk­ur öll þegar eitt af öfl­ug­ustu fyr­ir­tækj­um lands­ins er sakað um vafa­sama viðskipta­hætti. Eðli­legt er að þeir sem ábyrgð bera svari fyr­ir það. Þeir og aðrir sem að fyr­ir­tæk­inu standa eða starfa hjá því eiga fjöl­skyld­ur, börn sem skilja ekki orðin sem notuð eru eða hvers vegna fjöl­skyldufaðir­inn eða móðirin bland­ast inn í þá umræðu sem búin var til með æsifrétta­stíln­um. Æsing­ur fjöl­miðils­ins til að ná at­hygl­inni er stund­um svo mik­ill að annað skipt­ir ekki máli. At­hygliskeppn­in er eins og aur­skriða sem engu eir­ir og síst sann­leik­an­um sem kannski kem­ur í ljós seint og um síðir.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: