- Advertisement -

VG hefur bara eitt skot í byssunni

Þanþol Vinstri grænna virðist nánast ótakmarkað.

Mikið gengur á. Sem svo oft áður. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk vegna hneykslismála. Vegna þöggunar í kynferðisbrotamálum. Núverandi ríkisstjórn ætti að titra og skjálfa. En gerir það kannski ekki. En hvers vegna?

Vegna þess að þanþol Vinstri grænna virðist nánast ótakmarkað. Hörðustu hægri menn, sumir hverjir hið minnsta, undrast hversu langt hefur verið hægt að draga Katrínu og hennar fólk. Hversu langt það verður kemur í ljós.

Vinstri græn hafa farið nú þegar farið svo frá sjálfum sér að kannski eiga þau ekki afturkvæmt. Og vilji þau reyna það verða þau að bíða rétt færisins. Már Guðmundsson, þá Seðlabankastjóri, orðað það svo skýrt þegar hann var spurður um hvenær fjármagnshöftunum yrði aflétt. „Við höfum bara eitt skot í byssunni. Því verðum við að hitta.“

Katrín Jakobsdóttir:
…þegar ég var kjörin á þing árið 2007 voru engar siðareglur fyrir þingmenn.

Það gildir nú um VG. Ætli þau að stíga hið tímabæra skref að slíta stjórnarsamstarfinu verða þau að hitta á rétta málið. Annars fer enn verr fyrir flokknum.

Hér er sýnishorn af því sem forsætisráðherrann sagði í gær í umræðunni um spillingu:

Við höfum siðareglur

Ég tek líka undir með þeim sem tala sérstaklega um nándina í íslensku samfélagi. Við vitum öll að nándin og smæðin gerir verkefni okkar flóknara en ég vil líka segja að þegar ég var kjörin á þing árið 2007 voru engar siðareglur fyrir þingmenn. Þau mál voru ekki til umræðu. Í dag finnst okkur sjálfsagt að hafa siðareglur, ræða þær, velta því fyrir okkur hvað það þýðir að vera kjörinn fulltrúi þannig að margt hefur gerst. Ég sagði áðan að ég væri nokkuð viss um að málið sem við erum að ræða í dag hefði ekki vakið sömu viðbrögð árið 1997, svo dæmi sé tekið. Mér finnst ekki hægt að stíga fram og segja: Við lærum aldrei neitt. Það gerist aldrei neitt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: