- Advertisement -

Katrín átti að vita betur

Fjármálaráðherra hefur haft fátt annað fyrir stafni en grímulausa hagsmunagæslu.


Guðni Ölversson skrifaði.

Katrín óttast um orðspor Íslands í kjölfar Samherjaharmleiksins. Hún hefði betur hugsað um orðspor Íslands áður en hún settist í ríkisstjórn með höfðingjunum sem eyðilögðu orðspor landsins með HRUNINU. Núverandi fjármálaráðherra hefur haft fátt annað fyrir stafni en grímulausa hagsmunagæslu frá því að hann tók sæti á Alþingi. Hagsmunagæsla stjórnvalda hefur komið einstaklingum og fyrirtækjum í nánast friðaða aðstöðu til þess að svíkja undan skatti, borga lágmarksgjöld fyrir aðgang að auðlindum og þægilega leið með peningaþvætti á aflandseyjum svo eitthvað sé nefnt. Svo virðist sem Samherji hafi farið eitthvað út fyrir grensuna í græðginni og það er auðvitað óviðunandi. En það eru fyrst og fremst íslensk stjórnvöld, frá stofnun lýðveldisins, sem hafa ræktað jarðveginn fyrir græðgi og spillingu með velvilja kjósenda. Allur „Fjórflokkurinn“ hefur kosið að orna sér við arineld í ráðherrastólunum og látið peðin, sem ekki komast í stólana, tóna amen á eftir efninu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: