- Advertisement -

Fornar bækur í stafrænni endurgerð

 

Vefurinn Bækur.is er um margt forvitnilegur en hann er rekinn af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Á Bækur.is er hægt að skoða stafrænar endurgerðir gamalla íslenskra bóka og stefnt er að því að þar muni birtast með tíð og tíma allar íslenskar bækur útgefnar fyrir 1870 í stafrænni endurgerð.

Á vefnum segir að markmið vefsins sé þríþætt:

  • Miðlun íslenskrar menningar og að gera útgefið íslenskt efni aðgengilegt á veraldarvefnum.
  • Aukin þjónusta við notendur hvar og hvenær sem er.
  • Forvarsla þeirra rita sem fara á vefinn og trygg langtímavarðveisla, með því að draga úr eftirspurn eftir frumeintökunum.
Þú gætir haft áhuga á þessum

Margar forvitnilegar bækur er þar nú að finna og má t.d nefna: Æfisaga Jóns prófasts Steingrímssonar frá 1913, Biskupasögur Jóns prófasta Haldórssonar í Hítardal frá 1903, Ný matreiðslubók ásamt ávísun um litun, þvott o.fl frá 1858 og Þættir af Suðurnesjum frá 1942.

Fara á vefinn Bækur.is


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: