- Advertisement -

Verkamannaflokurinn vinnur á

Gunnar Smári skrifar:

Verkamannaflokkurinn er að vinna fyrstu daga kosningabaráttunnar í Bretlandi. Þetta er mæling YouGov frá 11.-12. nóvember ( og breyting á fylgi frá því daginn áður en blásið var til kosninga):

  • Íhaldsflokkurinn: 40% (+4)
  • Verkamannaflokkurinn 30% (+9)
  • Frjálslyndir demókratar 16% (–2)
  • Brexit-flokkurinn 7% (–6)
  • Græningjar 3% (–3)

Það stefnir í slag milli hinna hefðbundnu flokka. Brexit hefur hrunið, mældist með 26% eftir Evrópuþingskosningarnar, og þó hluti af fylginu færist yfir á Íhaldið er ekki bein tenging þarna á milli. Græningjar eru ekki að ná flugi, það stefnir ekki í kosningar um umhverfismál þrátt fyrir að að Extinction Rebellion-hreyfingin hafi verið áberandi. Frjálslyndir mælast enn háir, en hafa samt fallið síðan eftir Evrópukosningarnar þegar þeir mældust með um 23%.30 dögum fyrir kosningarnar 2017 mældi YouGov fylgi flokkanna svona (innan sviga það sem þeir unnu á eða töpuðu fram að kosningum):

  • Íhaldsflokkurinn 46% (–2,5)
  • Verkamannaflokkurinn 30% (+11)
  • Frjálslyndir demókratar 11% (–3,4)
  • Ukip 5% (–3,1)
  • Græningjar 2% (–0,3)

Verkamannaflokkurinn er sem sé á sama stað og fyrir kosningarnar 2017, Íhaldið neðar, Brexit aðeins ofar en Ukip var, Frjálslyndir demókratar nokkru ofar en Græningjar á svipuðum slóðum.Þá kemur samkvæmisleikur. Ef restin af kosningabaráttunni veldur nákvæmlega sömu fylgissveiflum og 2017 verða þetta niðurstöður kosninganna:

  • Íhaldsflokkurinn 37,5%
  • Verkamannaflokkurinn 41,0%)
  • Frjálslyndir demókratar 12,6%
  • Brexit-flokkurinn 3,9%
  • Græningjar 2,9%

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: