- Advertisement -

Gengur ekki að hvítþvo frjáls­markaðskerfið

Fred Magdoff, sem er sér­fræðing­ur í plöntu- og jarðvegsfræðum við há­skól­ann í Vermont í Banda­ríkj­un­um, skrifar um margt sérstaka grein í Moggann í dag. Þar segir sem dæmi:

„Að mínu mati geng­ur það eng­an veg­inn upp að hvítþvo frjáls­markaðskerfið af því að bera ábyrgð á þeirri kreppu sem þegar er far­in að hrjá okk­ur bæði fé­lags­lega og í líf­rík­inu. Ástæðurn­ar eru þess­ar:

a. Gang­verk kapí­tal­ism­ans bygg­ist á því sem meg­in­mark­miði að skapa arð, fram­leiða vör­ur og selja á markaði með það fyr­ir aug­um að enda með meira í vas­an­um en lagt var upp með;

Þú gætir haft áhuga á þessum

b. Svo kerfið virki þarf sam­keppni og stöðugan vöxt (í heimi sem þó get­ur ekki óend­an­lega gefið af sér), enda skell­ur jafn­an á kreppa þegar hæg­ir á hag­vexti eða hann stöðvast;

c. Kapí­tal­ism­inn þekk­ir ekki það hug­tak að komið sé nóg­ur auður hvað þá ef sagt er að hann sé orðinn of mik­ill;

d. Sam­keppni og hagnaðar­von knýja kerfið áfram, en hætt er við að hvort tveggja spilli ein­stak­ling­um og valdi auk þess spill­ingu í viðskipta­lífi;

e. Eng­ir inn­byggðir ör­ygg­is­ventl­ar eða heml­ar eru til staðar sem stöðva kerfið þegar það veld­ur fé­lags­legri kreppu eða um­hverf­is­vá. Af hálfu hag­fræðinga er iðulega vísað í slík­ar af­leiðing­ar sem utanaðkomandi þátta“;

f. Reynsl­an kenn­ir að fylgi­fisk­ur kapí­tal­ism­ans sé gríðarleg­ur ójöfnuður í skipt­ingu auðs og valda;

g. Þegar reynt er að kveða niður eða forðast fyrr­nefnda „ut­anaðkom­andi þætti“ af um­hverf­is- og fé­lags­leg­um toga, þá er því mætt af al­efli af hálfu hags­muna­afla til að stöðva all­ar aðgerðir sem gætu truflað gang­verk kerf­is­ins.

Niðurstaðan er ein­fald­lega sú að kerfi sem bygg­ist á sam­keppni og fjár­magni, kapí­tal­ism­inn, hef­ur inn­byggða hvata sem valda um­hverf­is­spjöll­um og fé­lags­leg­um vanda­mál­um.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: