- Advertisement -

Tölur um eldsneytisnotkun óáreiðanlegar

Bílaframleiðendur ýkja oft sparneytni bifreiða í þeim tilgangi að láta þá halda að um grænan valkost sé að ræða. Þetta kom í ljós í mælingu sem evrópsk neytendasamtök gerðu nýverið.

Í rannsókn sem sjálfstæður rannsóknaraðili framkvæmdi fyrir ítölsku neytendasamtökin kom í ljós að framleiðendur Fiat Panda 1.2 og Volkswagen Golf 1.6 TDI fullyrtu að bílar þeirru væru 18-50% sparneytnari en raunin var. Hyggjast samtökin fara með málið fyrir dóm.

Á heimasíðu Neytendasamtakanna kemur fram að Evrópusamtök neytenda (BEUC) hafi lengi kallað eftir að ESB skipti út úreltri prófunaraðferð sem enn sé notuð þegar kemur að eldsneytisnotkun bíla þar sem hægt sé að prófa bílana á betri hátt.

Monique Goyens, forstjóri BEUC segir: „Neytendur sem telja sig vera að kaupa sparneytnar bifreiðar eru of oft blekktir. Ef bíllinn eyðir 2 lítrum meira en fram kemur í auglýsingu er neytandinn að borga fyrir það sem í eðli sínu er græn markaðsbrella. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Framleiðendur nota ýmis brögð til að láta bílana sína líta út fyrir að vera sparneytnir. Prófunaraðferðin frá 1970 er ónýt og það er nauðsynlegt að taka upp nýja. Ökumenn eiga skilið skjót viðbrögð ESB til að koma á nýrri nákvæmari aðferð.“

Sjá nánar á vef Neytendasamtakanna.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: