- Advertisement -

Ekki fjarstæðukennt að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári Egilsson.

Fjarstæðukennt? Samherji fær makrílkvóta á Íslandi fyrir 3.000 kr. tonnið en borgar 5.000 kr. yfir borðið í Namibíu og síðan 6.000 kr. í mútur til stjórnmálafólks. Hversu fjarstæðukennt er að spyrja íslenska stjórnmálamenn hvar múturnar eru? Hvers vegna leigja þeir ekki út kvóta almennings á raunvirði? Er ekki fjarstæðukenndara að halda því fram að íslenskt stjórnmálafólk selji yfir borðið eins gerspillt mútufólk, en taki samt ekki múturnar? Eftir umfjöllun síðustu daga er það bara svo að stjórnmálafólk sem réttir Samherja kvóta langt undir markaðsvirði er talinn hafa þegið mútur, þar til hann sannar að svo sé ekki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: