- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn og dauði sósíalismans

Mikið eru þau seinheppin bæði tvö, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Óli Björn Kárason, að skrif þeirra um ágæti kapítalismann og dauða sósíalismans, skuli birtast í Mogganum, einmitt í dag. Samherjadaginn mikla.

Verra gat það ekki verið. Hafi einhver stjórnmálastefna, í okkar samtíma, fengið duglega á baukinn þá er það einmitt sú stefna sem þau bæði tvö fylgja. Blint og gagnrýnislaust. Þeirra beggja er saknað í dag. Framlag þeirra til þess máls sem skekur allt samfélagið þarf að birtast. Hvað segja þau í dag?

Áslaug Arna: „Þess vegna megum við aldrei gefast upp í baráttunni fyrir auknu frelsi og frjálsum mörkuðum.“

Óli Björn: „Um leið og við stöndum traustan vörð um markaðshagkerfið – kapítalismann…“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: