- Advertisement -

Eigum við að treysta Bjarna Benediktsson?

Þetta fyrirkomulag er því ekki heppilegt.

Ekki er víst að ráðlegast að treysta virkum alkóhólista til að geyma áfengi. Í því fellst áhætta. Sama lögmál eru með braskara og peninga. Og jafnvel núverandi fjármálaráðherra og þjóðarauðinn.

Hægt er að deila um hvort komi eigi upp þjóðarsjóði, við hlið gjaldeyrisvaraforðann, eða ekki. Gjaldeyrisvaraforðinn hefur aldrei verið stærri. Annað veldur áhyggjum. Bjarni Benediktsson hefur fullkomlega frítt spil í þessum „leik“. Hann vill, samkvæmur sjálfum sér, að fengnir verði til sérvaldir menn til að braska með sjóð þjóðarinnar.

Kannski er best að sleppa allri helgislepju og segja hlutina eins og þær blasa við. Sporin hræða. Þátttaka Bjarna Benediktssonar í rekstri og fjárfestingum varð hörmuleg. Hann er óhæfur til þessa máls. Alþingi verður að stöðva manninn.

Gylfi Magnússon:
Það kallar á mjög virkt og mikið eftirlit af hálfu stjórnenda sjóðsins.

Verðandi staða með þjóðarauðinn leitar á fólk. Gylfi Magnússon hefur skrifað umsögn um þetta stórhættulega mál. Þar segir til dæmis:

„Í frumvarpinu og greinargerð er talsverður texti um fjárfestingar fyrirhugaðs sjóðs. Er helst á honum að skilja að hugmyndin sé að samið verði við fjármálafyrirtæki um að reka sjóðinn eins og fjárfestingarsjóð í virkri stýringu (e. active portfolio management). Þannig myndu starfsmenn fjármálafyrirtækisins reyna að finna æskilegar eignir eða eignaflokka til að veðja á og kaupa ýmist eða selja eftir því hvað þeim líst best á hverju sinni.

Við þetta er ýmislegt að athuga. I fyrsta lagi er hætt við töluverðum umboðsvanda (e.principal – agent problem) í slíku fyrirkomulagi þar sem hagsmunir fjármálafyrirtækisins (og jafnvel einstakra starfsmanna þess) og ríkissjóðs fara ekki nema að hluta saman. Það kallar á mjög virkt og mikið eftirlit af hálfu stjórnenda sjóðsins. Slíkt er alltaf dýrt, m.a. vegna þess að stjórnendurnir þurfa ekki einungis að fylgjast með fjármálafyrirtækinu heldur einnig alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Þar fyrir utan er hætt við umboðsvanda vegna þess að hagsmunir stjórnendanna og ríkissjóðs fara ekki nema að hluta saman.

Þetta fyrirkomulag er því ekki heppilegt. Má raunar benda á því til stuðnings að þetta er ekki sú leið sem stærstu íslensku lífeyrissjóðirnir hafa farið við að ávaxta erlendar eignir sínar, sem eru raunar talsvert meiri en verða mun hjá Þjóðarsjóðnum. Lífeyrissjóðirnir ávaxta erlendar eignir sínar með því að reka eins konar sjóðasjóði (e. fund of funds). M.ö.o. þá kaupa þeir hlutdeildarskírteini í fjárfestingarsjóðum sem reknir eru af stórum erlendum sjóðastjórnunarfyrirtækjum í stað þess að kaupa beint einstök verðbréf.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: