- Advertisement -

Risastórt andaglas í Laugardalshöll

Byrjað var á stór­skrípaleik í Laug­ar­dags­höll.

„Í gær voru sagðar frétt­ir af því að stjórn­ar­skrárruglið gengi nú aft­ur. Og all­ur var aðdrag­and­inn jafn vit­laus og síðast og jafn­vel voru full­trú­ar ólög­mæta „stjórn­lagaráðsins“ hafðir í áhrifa­stöðum á nýju upp­hafs­fund­un­um, dreif­andi gömlu gögn­un­um sem gengu aldrei upp og hleyp­andi upp fund­in­um, sem er varla gagn­rýn­is­vert. Það stórund­ar­lega er að þegar þessi skrípaleik­ur, taka tvö, er sett­ur í gang á ný er hann með samþykki og vel­vilja Sjálf­stæðis­flokks­ins! Hvernig gat það gerst?“

Hver annar en Davíð Oddsson skrifar svona? Enginn. Seinni hluti leiðara dagsins er notaður í þetta mál. Davíð áfram:

„Jó­hönnu-/​Stein­gríms­stjórn­in taldi fall ís­lensku bank­anna ákjós­an­legt tæki­færi fyr­ir sig til að hleypa öllu í bál og brand á þeirri stundu þegar þjóðin þurfti mest á sam­heldni að halda. Aldrei var það rök­stutt hvað stjórn­ar­skrá lands­ins hefði haft með fall bank­anna að gera. Banka­áfallið var alþjóðlegt þótt það hefði verið til­finn­an­legra um margt hér en ann­ars staðar. Hvergi ann­ars staðar kom upp sú hug­mynd að vegna áfalls­ins þar þyrfti að breyta stjórn­ar­skrá viðkom­andi lands.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Byrjað var á stór­skrípaleik í Laug­ar­dags­höll þar sem fund­ar­menn sátu við 100 hring­borð með „leiðbein­anda“ við hvert og hugsuðu upp stik­korð um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá. Og krafta­verkið gerðist því af öll­um borðum í þessu risa­stóra andaglasi bár­ust svipuð stik­korð og spek­ing­ar létu eins og til­vilj­ana­kennd tom­bóla af þessu tagi væri frá­bært upp­haf á breyttri stjórn­ar­skrá.

Og nú er vit­leys­an far­in af stað aft­ur. Og þar fara fyr­ir flokk­ar sem hafa sýnt að þeir telja vilja stjórn­ar­skrár­inn­ar ekki skipta neinu máli, frek­ar en að ákv­arðanir æðstu funda þeirra sjálfra séu mark­tæk­ar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: