- Advertisement -

Finnskar munnræpur og spánskur vetur

Vetur á Spáni. Lékum golf með tveimur Finnum. Vorum rúma fjóra og hálfan tíma að spila. Held að ég ýki ekki mikið þegar ég segi að þeir hafi ekki þagnað eina heila mínútu allan þann tíma. Þeim var sama hvort við vorum að slá eða ekki.  Sem betur fer er þetta fátítt. Höfum oft spilað með Finnum. Oftast fínt og skemmtilegt fólk. Þessir voru svo sem ekki leiðinlegir. En þreytandi.

Í dag létum við þvo bílinn. Kostaði fjóra og hálfa evru. Eða 635 krónur. Gallalaus þvottur.

Í gærkvöld fórum við að á indverskan stað. Mjög góðan. Lambaréttur og kjúklingaréttur urðu fyrir valinu. 26 evrur og tíu sent kostaði máltíðin, eða 3.685 krónur. Tveir aðalréttir, flaska af sódavanti, hvítvínsglas og Fanta. Maturinn var mjög góður.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Aðeins hefur kólnað í veðri. Hitinn hefur ekki náð tuttugu stigum síðustu daga og vindur er nokkur. „Vinnukaldi“ eins og það er kallað á sjónum. Spáð er áframhaldandi „kuldatíð“. Kannski er þetta veturinn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: