- Advertisement -

Hvað varð um mannúð Katrínar?

Við eigum ekki að vera þjónar þessa kerfis heldur öfugt.

„Það sem ég hef satt að segja áhyggjur af í þessu máli er að horft hafi verið um of á rammann og við höfum gleymt frumskyldu okkar sem er að koma fólki í neyð til bjargar og sérstaklega börnum í neyð út frá barnasáttmálanum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi vegna brottrekstur fólks frá Albaníu.

„Mál tveggja albanskra fjölskyldna hafa verið til umræðu í samfélaginu undanfarna daga, eðlilega af því að þar er um að ræða tvær fjölskyldur þar sem börn eru langveik og eiga við erfiða sjúkdóma að etja. Brottvísun þessara fjölskyldna hefur auðvitað vakið mjög hörð viðbrögð í samfélaginu,“ sagði hún. Vel að merkja féllu þessi orð á árinu 2016 þegar Katrín var í stjórnarandstöðu.

Ræða Katrínar ber merki um mikla mannúð. Ekki ósvipað tilfelli hefur verið uppi nú. Þar hefur þótt skorta mikið á mannúð núverandi ríkisstjórnar og stjórnsýslu.

Katrín Jakobsdóttir 2016:
„Brottvísun þessara fjölskyldna hefur auðvitað vakið mjög hörð viðbrögð í samfélaginu.“

„Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að við ætlumst ekki til þess að hæstvirtur  innanríkisráðherra taki geðþóttaákvarðanir um einstök mál en við hljótum hins vegar að spyrja okkur um það kerfi sem við búum við, kerfi sem við á Alþingi, ráðherrar og ráðuneyti smíða, kerfi sem við ætlumst til þess að þjóni okkar markmiðum um gott og mannúðlegt samfélag. Við eigum ekki að vera þjónar þessa kerfis heldur öfugt.

„Mér finnst það ekki vera rök í málinu, ekki frekar en þegar maður kemur að slösuðu barni á slysstað, þá hjálpar maður því barni þó að það geti komið önnur börn á eftir. Það geta ekki verið rök í málinu. Við vitum sem einstaklingar hver okkar skylda er og þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar sem samfélags er?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: