Útgerðin á að greiða fullt markaðsgjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind.
Úlfar Hauksson skrifaði:
„Dekur sitjandi ríkisstjórnar – undir forystu VG – við útgerðarauðvaldið er hrein og klár sturlun. Nú á að lækka veiðigjöld enn frekar – og gera að nánast engu – á sama tíma og álögur á alþýðu eru aukin. Ef þetta gengur eftir greiðir almenningur svipaða upphæð í útvarpsgjald og útgerðin í veiðigjöld! Ríkjandi stjórnvöld eru algerlega undir hælnum á sérhagsmunaöflum. Útgerðin á að sjálfsögðu að greiða fullt markaðsgjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.“
Þú gætir haft áhuga á þessum