Stofnfundur Vistræktarfélags Íslands var haldinn þann 20.september og mættu um tuttugu manns á fundinn. Segir í samþykktum hins nýstofnaða félags að tilgangur þess sé að vinna að framgangi vistræktar á Íslandi, styðja þá sem stunda vistrækt, búa til ramma fyrir kennararéttindi og vera vettvangur fyrir samfélag þeirra sem aðhyllast hugmyndafræði vistræktar. Hyggst VÍ ná tilgangi sínum með því að stuðla að fræðslu, kennslu og öðrum viðburðum til eflingar vistræktar á Íslandi. Segir á facebook síðu samtakanna að átta vinnuhópar hafi verið stofnaðir með tengingu við stjórn félagsins og munu þeir móta verkefnaval. Farið verður af stað með ágóða vistræktarnámskeiðsins sem var haldið á Alviðru í júní og verður það notað til að fjármagna framtíðarnámskeið. Þá var kosið í átta manna stjórn.
Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér félagið er bent á fésbókarsíðu félagsins: Vistræktarfélag Íslands – The Icelandic Permaculture Associoation.