- Advertisement -

Fæst skattaafsláttur ef keypt er í erlendum hlutabréfasjóðum?

Hallgrímur Óskarsson skrifar:

Hallgrímur Óskarsson.

Sparifé almennings í gegnum lífeyrissjóði er burðarásinn í hlutabréfamarkaði á Íslandi. Þrátt fyrir það er markaður með hlutabréf ekki nógu öflugur og verðmyndun óskilvirk. Er þá besta ráðið að hvetja til þess að meira sparifé almennings verði sett í hlutabréfamarkaðinn? Þetta þarf að hugsa vandlega.
Hins vegar, ef veita á skattaafslátt þá er lykilspurningin: Fæ ég skattaafslátt ef ég fjárfesti erlendum hlutabréfasjóðum t.d. í Tata Digital sjóðnum sem hefur sýnt 21% ávöxtun að meðaltali síðustu mörg ár? Sá sjóður er ekki á Íslandi heldur á Indlandi.
Það væri lykilatriði ef alþingismenn vilja fara út í þetta að skattaafsláttur fengist við að kaupa bæði á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði og í hlutabréfasjóðum. Og að skattaafsláttur fengist við að kaupa í hvaða kauphöll sem er, hvaða sjóði sem er, íslenskum og erlendum. Ekki má útiloka bestu valkostina frá fólki við skattaafsláttinn, ef þetta nær fram að ganga, því þá væri þetta hvatning til að kaupa í sjóðum sem e.t.v. eru ekki bestu valkostirnir fyrir sparifé almennings.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: