- Advertisement -

Ódýr stjórnmálaklisja úr Seðlabankanum?

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifaði:

Þröstur Ólafsson.

„Ég varð all undrandi þegar ég heyrði nýskipaðan seðlabankastjóra tala um að efnahags samdrátturinn fengi létta lendingu. Hvaða samdráttur? Hér er allt á fleygiferð. Hagkerfið keyrt á mikilli yfirgetu. Um 30 þús. útlendinga þarf til að láta það ganga snurðulaust. Það er ljósár utan við getu eðlilegra framleiðsluþátta. Svo endaði hann viðtalið með því að segja að verið væri að beita peningastefnunni til að skapa ný störf!! Er það nýtt hlutverk Seðlabankans að skapa ný störf í hagkerfi sem er með yfirspenntan vinnumarkað? Ég sem hélt það fremur vera hlutverk ríkisstjórna – eða er þetta bara heldur ódýr stjórnmálaklisja?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: