- Advertisement -

Segir Dag ekki hafa stjórn á fjármálum

Braggamálin eru mörg og sýna að borgarstjórinn hefur ekki stjórn á fjármálum.

Kolbrún Baldursdóttir.

„Varðandi tillögu um um sex milljarða lántöku vegna framkvæmda á árinu 2020. Flokki fólksins finnst að verið sé að skuldsetja borgina langt umfram það sem heilbrigt sé enda borgin skuldug upp fyrir haus nú þegar,“ bókaði Kolbrún Baldursdóttir á fundi borgarstjórnar.

„Borgarstjórinn sem nú situr hefur verið ráðandi í fjármálum borgarinnar frá 2010 og allan þann tíma hefur borgin safnað gífurlegum skuldum og verið verr rekin ár frá ári. Á sama tíma hafa álögur á fólkið aukist. Reykvíkingar greiða hámarksútsvar og auk þess langhæstu fasteignagjöld á landinu (ekki í prósentum heldur í upphæðum vegna hás fasteignamats í Reykjavík.) Braggamálin eru mörg og sýna að borgarstjórinn hefur ekki stjórn á fjármálum og kann ekki að veita aðhald, sem er auðvitað aðalsmerki hvers stjórnanda sem treyst er fyrir fjármunum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: