- Advertisement -

Smálánin og ráðalausi ráðherrann

Þingmenn og ráðherrar ræddu hin alræmdu smálán og hvort og þá hvernig eigi að hefta starfsemi þeirra fyrirtækja sem þau eiga og reka. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir er ráðherra neytendamála.

„Ef ég sæi leið til að láta lánin einhvern veginn hverfa eða aðferð til að koma í veg fyrir að neytendum yrði boðið að taka óhagstæð, óskynsamleg, ólögmæt lán myndi ég leggja slíka leið til,“ sagði hún.

„Það sem ég hef ekki trú á er að leiðin til þess að ná utan um vandann sé eingöngu sú að neytendur séu nægilega upplýstir eða Neytendastofa hafi nægilega burði til að hafa eftirlit. Þessir hlutir skipta máli. En það sem skiptir máli er að það bíti þá sem bjóða ólögmæt lán þannig að það hætti að borga sig. Frumvarp fjármálaráðherra kemur þar sterkt inn, þ.e. að það verði ekki hægt í kerfum að innheimta lán ef þau falla utan okkar ramma. Svo getum við rætt hvort 50% eigi til að mynda að vera lægri tala. Það er sá rammi og sú meðferð sem málið fer í hér. En það skiptir máli að þetta bíti þá sem bjóða lánin þannig að það borgi sig ekki og þannig falli þetta um sjálft sig,“ sagði hún.

Óvíst er hvort það hafi eitthvað með tvístígandann að gera að forsvarsmaður lánafyrirtækjanna er innmúraður og innvígður Valhellingur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, steig í ræðustól:

Þau þurfa ekki að uppfylla nein skilyrði til að fá leyfi til að starfa.

„Neytendasamtökin, Neytendastofa, umboðsmaður skuldara og reyndar ráðuneyti neytendamála hafa komið ítrekað fyrir efnahags- og viðskiptanefnd til að fara yfir þennan vanda og við höfum beðið eftir frumvörpum frá ríkisstjórninni. Og nú kom það. Hæstvirtur ráðherra mælti fyrir því áðan og það er bara ekki neitt neitt. Það gerir ekki nokkurn skapaðan hlut og bítur engan. Það gerir hreinlega ekki neitt. Það er meira um það hvernig skuldararnir eigi að borga en að setja ramma utan um fyrirtækin. Þessi fyrirtæki þurfa ekki leyfi til að starfa hér á landi. Þau þurfa ekki að uppfylla nein skilyrði til að fá leyfi til að starfa og Neytendastofa á að sjá um eftirlitið en ég tel miklu nær að slík fyrirtæki heyri undir Fjármálaeftirlitið, það sé bara almennilegt eftirlit með þessu og að við gerum almennilegar kröfur til þessara fyrirtækja. Þess vegna ákvað ég, þar sem ekkert kom frá ríkisstjórninni í fyrra, að útbúa frumvarp um smálánafyrirtæki sem gerir ráð fyrir að þau þurfi starfsleyfi og þar þurfi að kom fram m.a. upplýsingar um þá sem sækja um að reka smálánafyrirtæki og alls konar upplýsingar sem eru taldar upp í tíu liðum í 6. gr. frumvarpsins. Seðlabanka Íslands sé síðan heimilt að setja nánari reglur um upplýsingar sem fylgja skulu umsókn um starfsleyfi samkvæmt þessari grein, eins og stendur í lok greinarinnar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: