- Advertisement -

Ísland stefnir hraðbyri á botninn

Ferðafólk. Ísland er í 138. sæti af 140 þegar verð á þjónustu er lagt saman.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, skrifar grein sem birt er í viðskiptakálfi Moggans. Þar skrifar Jóhannes Þór:

„Samkvæmt nýútkominni skýrslu World Economic Forum um samkeppnishæfni ferðaþjónustulanda 2019 hefur Ísland fallið stöðugt niður listann undanfarin ár og þegar samkeppnishæfni í verði ferðaþjónustuvara er mæld sérstaklega situr Ísland nú í 138. sæti af 140 ríkjum. Það er morgunljóst að allar aðgerðir hins opinbera sem lagfært geta þessa stöðu upp á við eru afar mikilvægar. En það er jafn ljóst að Ísland þarf að keppa á grundvelli þar sem við eigum skýra möguleika. Það er erfitt fyrir okkur að keppa í verði en við eigum mikla möguleika á að auka samkeppnishæfni okkar í gæðum og fagmennsku.“

Jóhannes Þór telur sig vita hvað veldur mestu um hvernig komið er: „Staðreyndin er hins vegar sú að fyrirtæki, sérstaklega lítil fyrirtæki, sem neyðast til að eyða verðmætum tíma, mannafla og takmörkuðu rekstrarfé í eilífa baráttu við þéttspikaðan fjóspúka kostnaðar, reglufargans og opinberra gjalda hafa afar takmarkaða möguleika til að byggja upp þætti sem geta aukið samkeppnishæfni þeirra á þessum sviðum. Þess vegna er það lykilspurning til stjórnmálamanna hvernig þeir ætla að ýta undir

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: