- Advertisement -

Þurfum aðskilnað Ríkisútvarpsins og Sjálfstæðisflokksins

Gunnar Smári skrifar:

Frá Kastljósi gærdagsins.
Gunnar Smári Egilsson.

Kastljós kvöldsins var lagt undir skýrslu sem þrír Sjálfstæðisflokksmenn í vinnu hjá áróðursbatteríi fyrirtækjaeigenda settu saman um menntamál. Samanlögð reynsla þessara þriggja af skólastarfi, eftir að þau luku námi í viðskipta- og lögfræði, er 12 mánuðir. Einn skýrsluhöfunda vann á skrifstofu Hjallastefnunnar í eitt ár. Fjórði Sjálfstæðisflokksmaðurinn sá um að spyrja. Það er eðlilegt að gera kröfu um aðskilnað ríkis og kirkju en við verðum líka að gera kröfu um aðskilnað Ríkisútvarpsins og Sjálfstæðisflokksins. Tök þessa sértrúarsafnaðar á dagskrá og umræðu eru óþolandi. Til að vega upp misnotkun flokksins á stofnunni væri réttast að banna öllu Sjálfstæðisflokksfólki að koma nálægt útvarpshúsinu í svo sem 42 ár.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: