- Advertisement -

Svo skipar Samherji

Þekkt er að Katrín Jakobsdóttir lét sig hafa það að hlaupa nokkurra erinda fyrir Samherja. Sá var ósáttur með Seðlabankann og Ríkisútvarpið. Forsætisráðherra lét undan og blandaði sér i málið. Nú er annar ráðherra í sigti útgerðarrisans. Sá er Sigurður Ingi Jóhannsson. Í frétt Fréttablaðsins segir meðal annars:

Útgerðarfélagið Samherji gagnrýnir að í drögum að samgönguáætlun sé hvorki gert ráð fyrir að því að ljúka við flughlað Akureyrarflugvallar né því að stækka flugstöðina við völlinn

Í umsögn Samherja til Alþingis segir að flughlaðið sé forsenda þess að byggja upp atvinnulóðir á Akureyrarflugvelli. Fyrirtæki á svæðinu hafi viljað byggja allt frá því árið 2013. „Þetta hamlar frekari uppbyggingu fyrirtækja sem starfa í tengslum við völlinn, þar með talið Norlandair ehf, sem Samherji hf. er hluthafi í. Meðan flughlaðið er ekki tilbúið getur Norlandair ekki byggt upp framtíðaraðstöðu eins og nauðsynleg er til uppbyggingar á fyrirtækinu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: