- Advertisement -

Hvar eru smáhýsin og 450 milljónirnar?

Vigdís Hauksdóttir á fundi borgarráðs:

Vigdís Hauksdóttir.

„Í borgarráði hinn 20. september 2018 var samþykkt að verja 450 milljónum í kaup á 25 smáhýsum fyrir heimilislausa til að mæta bráðavanda hópsins. Ekkert hefur gerst síðan þá og nú hefur komið í ljós að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar hafnaði tilboði eftir útboð í smáhýsi fyrir heimilislausa og var verkefnið tekið inn á skrifstofuna sjálfa til hönnunar og handval á erlendum byggingaraðila. Það er ekki það sem borgarráð samþykkti þetta verkefni.

  • 1. Hver ákvað þetta fyrirkomulag?
  • 2. Hvað varð um fjárheimildirnar (450 milljónir) á milli ára?
  • 3. Á hvaða grunni var ákveðið að hafna tilboðum sem bárust í húsin samkvæmt útboðinu?
  • 4. Hvers vegna var það gert í stað þess að láta markaðinn um hönnun og byggingu húsanna og fara í nýtt útboð?
  • 5. Hver hannaði smáhýsin?
  • 6. Hvers vegna var ekki leitað til innlendra aðila með smíði/byggingu þeirra?
  • 7. Hver valdi erlenda aðilann sem er að smíða húsin?
  • 8. Hvert er nafn erlenda fyrirtækisins sem var valið og í hvaða landi hefur það heimilisfesti?
  • 9. Í hvaða landi er starfstöðin sem húsin eru keypt frá?
  • 10. Hver er umboðsmaður aðilans hér á landi?
  • 11. Hvar eiga húsin að vera staðsett?
  • 12. Hvað verða þau mörg?
  • 13. Hvað kostar hvert og eitt uppsett og frágengið með lóð?
  • 14. Hvenær er áætlað að heimilislausir flytji inn í þau?“

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: