- Advertisement -

Viðskipti með íbúðir í jafnvægi

Viðskipti Kaup og sala fasteigna er nú ekki fjarri meðalviðskiptum síðustu ellefu ára. Þetta kemur fram á vef hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að óhætt sé að fullyrða að viðskipti með íbúðarhúsnæði hafi tekið vel við sér á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum og séu að nálgast það sem mætti kalla eðlilegt árferði.

Medalvidskipti-515„Meðalárshækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi ársins 2012 hefur verið rúm 7%. Árshækkunin fór yfir 11% nú í vor en hefur síðan farið niður í 6% nú í júlí. Hækkunartakturinn er því á svipuðum slóðum nú og um mitt síðasta ár. Kúfurinn á verðhækkunum sem varð til í vor er því nánast horfinn. 7% meðalárshækkun fasteignaverðs yfir tveggja og hálfs árs tímabil er mikil hækkun í sögulegu samhengi. Á  þessum tíma var meðalárshækkun fjölbýlis tæp 8% og samsvarandi tala fyrir sérbýli rúm 6%. Á sama tíma var verðbólgan að jafnaði um 3,4% þannig að raunverðshækkunin hefur verið töluverð.“

Sjá meiri upplýsingar hér.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: