- Advertisement -

Þingmaður með tommustokk í vinnunni

…að ekki verði teknar til afgreiðslu umsóknir um rannsóknir eða vinnslu eða leit að olíu og gasi á íslensku yfirráðasvæði…

Andrés Ingi Jónsson.

„Áður en þingfundur var settur í dag gerði ég mér ferð hingað inn þingsal til að sjá hvort hægt væri að nýta þennan dásamlega sal okkar til að sýna fram á auknar öfgar í veðurfari vegna hlýnunar loftslags. Ég mætti með tommustokkinn og komst að því að akkúrat þessar tvær bríkur hér geta nýst til þess. Þær eru 95 sentímetra frá gólfinu en það er akkúrat það magn úrkomu sem féll á þeim svæðum í Japan þar sem áhrif fellibyljarins voru hvað mest nú um helgina. 95 sentímetrar af úrkomu á einum sólarhring.“

Það var Andrés Ingi Jónsson VG sem sagði þetta í þingræðu. Hann var að mæla fyrir frumvarpi um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…það er líka gríðarlega einfalt í framkvæmd.

„Þegar við sitjum í sætum okkar, háttvirtir þingmenn, getum við horft á þessa línu og hugsað: Hvernig ætli sé að sjá svona dembu koma á einum degi? Vegna þess að við erum ekki að tala um einhverjar skúradembur þegar loftslagsérfræðingar tala um aukna úrkomu í fellibyljum heldur stjarnfræðilegt magn úrkomu sem hefur gríðarleg áhrif. Tíðni þessara fellibylja er að aukast vegna hamfarahlýnunar og við þurfum að bregðast við.“

Andrés Ingi hélt áfram og sagði:

„Ég mæli fyrir frumvarpi sem er viðbrögð við þessu ástandi. Það kveður á um að ekki verði teknar til afgreiðslu umsóknir um rannsóknir eða vinnslu eða leit að olíu og gasi á íslensku yfirráðasvæði nema sigur hafi unnist í loftslagsmálum. Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna, herra forseti, að frumvarpið tekur á mjög afmörkuðum hluta loftslagsvandans en það er líka gríðarlega einfalt í framkvæmd. Samþykkt þess myndi sýna með afgerandi hætti að við hér á Íslandi værum reiðubúin til að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru í þessari baráttu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: