- Advertisement -

Hálfsturluð andúð og fordómar gagnvart eldra fólki

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári Egilsson.

Margt til í hálfsturluð andúð og fordómar gagnvart eldra fólki þessu hjá Styrmi, fólk á eftirlaunaaldri er um tæp 18% kjósenda en aðeins 1,6% þingmanna. Þetta er ekki einu sinni viðurkennt sem vandamál. Í öldunardeild bandaríska þingsins eru fólk 67 ára og eldra 42% þingmanna og 25% fulltrúanna í fulltrúadeildinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á Íslandi ríkir; yfirmenn á fertugs- og fimmtugsaldri fæla fólk á sextugs- og sjötugsaldri úr starfi í stofnunum og fyrirtækjum. Í stjórnmálum er fólk talið hafa úrelst fljótlega eftir fimmtugt; konur um 55-60 ára og karlar um 60-65 ára. Og það er ekki eins og fólk á kjöraldri flokkanna séu að gera gott mót, Alþingi hefur aldrei verið jafn fyrirlitið af þjóðinni. 50 af 63 þingmönnum eru fædd frá 1955 til 1977, verða í ár 42 til 64 ára; 79% af þingmönnum eru á sama aldri og 37% af þjóðinni. Þetta ástand getur ekki endað nema með uppreisn eftirlaunafólks og þeirra sem eiga kannski tíu ár eftir af viðurkenndri starfsævi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: