- Advertisement -

Skál í boðinu Jón Steinar

Jón Steinar Gunnlaugsson.

Eftir að hafa lesið þessa grein Jóns Steinars er bara eitt að segja; skál í boðinu. Jón Steinar gerir hér grín af hráskinnaleik fjölda manna:

„Þessa dag­ana hvolfast yfir frétt­ir um ört vax­andi neyslu fíkni­efna í land­inu. Samt höf­um við tekið fast á gegn þess­um vá­gesti, því meðferð og neysla fíkni­efna er bönnuð á Íslandi. Hér er sýni­lega ekki nóg að gert. Það er ekki nóg að banna þetta. Það verður að harðbanna það.

Ef það dug­ir ekki er varla annað til ráða en að taka upp aðferðirn­ar sem not­ast er við á Fil­ipps­eyj­um. Við ætt­um þá að dreifa skot­vopn­um til lands­manna og hvetja þá til að skjóta alla sem þeir telja að kunni að hafa fíkni­efni und­ir hönd­um eða neyta þeirra. Að þess­um aðgerðum lokn­um er kannski ein­hver von til þess að við fína og góða fólkið get­um lifað í fíkni­efna­lausu land­inu og dreypt á okk­ar göf­uga vímu­gjafa, áfeng­inu. Við verðum kannski eitt­hvað færri en áður, en skítt með það ef fíkni­efn­in verða horf­in.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: