- Advertisement -

Hve margir hvítflibbaglæpamenn hafi verið gripnir?

Síðan var ekki gerð nein könnun hjá Seðlabankanum…

Marinó G. Njálsson skrifar:

Forstjóri FME segir í viðtali við Viðskiptablaðið:

„Við hvílum ágætlega vel í okkar skinni vegna þess að við höfum haft strangt eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti um langt skeið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mig langar að vita hve langt er „langt skeið“? Við vitum að það er ekki 7 ár og hugsanlega skemur en 4 ár, því á frá 2012 til 2015 tók Seðlabankinn við 13 m.evra frá félögum á aflandseyjum og 41 m.evra frá félögum í öðrum þekktum skattaskjólum. Síðan var ekki gerð nein könnun hjá Seðlabankanum hvort aðrir fjármunir, sem komu í gegn um fjárfestingaleið bankans, hafi komið með millilendingu úr skattaskjólum.

Mér finnst eðlilegt að forstjóri FME og væntanlegur aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Íslands svari því hvort FME hafi skoðað uppruna þeirra fjármuna sem komu í gegn um fjárfestingaleið tilvonandi vinnuveitanda. Mér finnst líka rétt að FME svari því, hve margir hvítflibbaglæpamenn hafi verið gripnir frá hruni af eftirliti FME grunaðir um peningaþvætti.

Verð svo að viðurkenna, að hún er einstaklega lágkúruleg „frétt“ Viðskiptablaðs Morgunblaðsins í dag, þar sem reynt er að búa til tengingu milli fyrri starfa framkvæmdastjóra FATF og þess að Ísland sé á gráum lista stofnunarinnar. Hann er nefnilega háttsettur hjá þeirri stofnun í Bretlandi sem ákvað að setja Ísland á lista með hryðjuverkasamtökum í Icesave deilunni. Lítilla sanda, lítilla sæva, eins og sagt er í Hávamálum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: