- Advertisement -

Eymundsson hækkar verð á nýjum skólabókum milli ára

Neytendur Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á nýjum skólabókum í 6 bókabúðum á höfuðborgarsvæðinu sl. þriðjudag. Við samanburð á sambærilegri könnun sem gerð var í fyrra kemur í ljós að verð á þeim rúmlega tuttugu titlum sem bornir voru saman hefur í meirihluta tilvika lækkað á milli ára.

Verslunin IÐNÚ hefur  lækkað verð á næstum öllum þeim bókatitlum sem til voru í báðum mælingum. Í verslunum A4 og Griffils hefur verð oftar lækkað en hækkað. Hjá Bóksölu Stúdenta og Forlaginu Fiskislóð hefur verð í um helmingi tilvika staðið í stað á milli ára. Eymundson er eini bóksali landsins sem hefur oftar hækkað verð á skólabókum en lækkað.

Þær verðbreytingar sem hér eru birtar miða við breytingar á verði verslana milli verðkannana verðlagseftirlits ASÍ þann 20.8.2013 og 19.8.2014. Rétt er að árétta að tekin eru þau verð sem eru í gildi á hverjum tíma og geta tilboðsverð haft áhrif á verðbreytingar.

Kannað var verð í eftirtöldum verslunum:  Bóksölu stúdenta, Eymundsson, A4, Forlaginu Fiskislóð, Griffli og Bókabúðinni IÐNÚ.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Sjá nánar hér.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: