- Advertisement -

Eru grænir skattar betri en aðrir skattar?

Nefskattar sem leggjast hlutfallslega verst á þá sem eru tekjulægri.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í þingræðu:

„Það eru ekki aðeins hefðbundnar krónutöluhækkanir sem hafa verið kynntar hér heldur líka ýmis ný gjöld og nýir skattar og mikil áhersla er lögð á svokallaða græna skatta. Þetta á víst að vera eitthvað skárra en aðrir skattar og önnur gjöld sem leggjast á almenning vegna þess að þeir eru grænir, þeir eiga að hafa einhvern göfugan tilgang. En þá má eins spyrja um aðra skattlagningu: Á hún ekki almennt að hafa göfugan tilgang? Eða getum við átt von á því frá þessari ríkisstjórn að hún fari að leggja á sérstaka heilbrigðiskatta eða heilbrigðisgjöld, sérstaka velferðarskatta og þess vegna eigi menn ekki að kvarta, þetta séu velferðarskattar sem muni nýtast fólki til aukinnar velferðar? Eða öryggisgjald, öryggiskatta, til þess að hægt sé að standa undir löggæslu og öryggi almennings?

Grænir skattar og græn gjöld eru bara skattar og gjöld og auknar álögur á almenning í landinu. Og það sem verra er, þeir í rauninni nálgast það að vera nefskattur og leggjast eðli máls samkvæmt hlutfallslega verst á þá sem eru tekjulægri því að meira og minna allir þurfa að greiða þessa refsiskatta, refsigjöldin sem grænu skattarnir í rauninni eru.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: