- Advertisement -

Sigmundur Davíð og Greta Thurnberg

…og vera ekki að trufla „karlfauskana“ við að menga heiminn.

Marinó G. Njálsson skrifar:

Þeir sem eru rökþrota fara í aukaatriðin og ræða um þau. Hér er eitt dæmi: „Það er óviðeigandi að nota barn í pólitískri baráttu.“

Í fyrsta lagi vissi ég ekki, að framtíð jarðar væri pólitískt bitbein. Ég vissi heldur ekki að barátta gegn mengun, væri pólitísk barátta. Ég vissi ekki, að það væri til stjórnmálaafl hvort heldur á Íslandi eða öðrum löndum, sem hefði það á stefnuskrá sinni að styðja við mengun andrúmsloftsins og súrnun hafsins. En lærir svo lengi sem lifir!

Fyrir utan það, þá er þetta kunnuglegt stef eða eigum við að segja mantra þeirra, sem ekki vilja ræða loftslagsbreytingar og aðgerðir til að draga úr þeim. Vegna þess að það er 16 ára sænsk stúlka, sem hefur sig hvað mest frammi í baráttu ungs fólks fyrir því að (að mestu) miðaldra og gamlir karlfauskar hætti að menga umhverfið, þá er ekki þörf á því að taka umræðuna. Börnin eiga að vera hlíðin, fara í skólann og vera ekki að trufla „karlfauskana“ við að menga heiminn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: