- Advertisement -

Þingmönnum og ráðherrum yfirsást allt

Ásmudnur Einar Daðason.

„Það sem er athyglisverðast við þetta er að umrædd lög voru samþykkt á Alþingi með 33 greiddum atkvæðum. 19 sátu hjá og aðeins tveir þingmenn voru á móti því að brjóta lög. Það hlýtur að teljast grafalvarlegt mál þegar Alþingi brýtur lög. Það þarf ekki að segja mér það, með alla þá lögfræðinga sem eru hér inni, að menn hafi ekki vitað hvað var í gangi þarna, að verið væri að brjóta stjórnarskrána,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, þegar hann talaði um dómsmál sem Flokkur fólksins vann og leiðir til þess að ríkissjóður verður að gera upp við fjölda fólks, alls um sex milljarða.

Ásmundur Einar Daðason kom sjálfum sér og öðrum þingmönnum og ráðherrum til „varnar“. Ráðherrann svaraði Guðmundi Inga:

„Hann rakti hér mistök við lagasetningu á sínum tíma við breytingar á almannatryggingalögunum og hverju þau hefðu valdið. Við smíði frumvarpsins, yfirlestur þess í fjármála- og forsætisráðuneyti, yfirferð í þinginu, í nefndastarfi, umsögnum og öðru kom enginn auga á þessi mistök sem síðan voru leiðrétt í febrúarmánuði 2017. Þá voru vissulega tveir mánuðir liðnir frá gildistöku laganna og um það snýst þessi dómur, að fá greiðslu fyrir þessa tvo mánuði sem þarna um ræðir.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: