- Advertisement -

„Þetta er ekki satt“

– segir Kolbrún Baldursdóttir um framgöngu meirihlutans í Reykjavík hvað varðar væntanlegar göngugötur í miðborginni.

´Kolbrún Baldursdóttir:
„Aðgengi að borginni hefur aldrei verið eins slæmt.“

„Það getur varla talist annað en ákveðin firring þegar meirihlutinn í borginni og skipulagsyfirvöld segja fullum fetum að haft hafi verið samráð við notendur og hagsmunasamtök fatlaðs fólks við ákvörðun og skipulag göngugatna. Þetta er ekki satt og þykir borgarfulltrúa það vanvirðing að slengja svona fram sem ekki stenst,“ segir Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins.

„Það er rétt að engum var bannað að koma með kvartanir eða með athugasemdir en með þær var einfaldlega ekkert gert. Skrifað var mótmælabréf frá fjölda hagsmunaaðila sem aldrei hefur sést tangur né tetur af og meirihlutinn hefur aldrei minnst á. Hafi verið haft raunverulegt samráð þá hefði verið stigið skref til baka að einhverju leyti með eitthvað af þessum lokunum og reynt að finna lausn sem fleiri gátu sætt sig við. Nú er eins og þetta almannarými sé ekki lengur okkar allra heldur aðeins sumra,“ er mat Kolbrúnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Skilaboðin frá meirihlutanum til rekstraraðila á þessu svæði sem hafa kallað hátt eftir hlustun er einnig að finna sér annan stað fyrir verslun sína því það er nóg af fólki sem vill reka verslun sína í miðbænum. Aðgengi að borginni hefur aldrei verið eins slæmt og þeir sem eiga bíl og vilja koma á bíl er gert eins erfitt fyrir og hugsast getur.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: