- Advertisement -

Ég er foxillur, bara reiður

„Ríkið … sem það gat notað til að stela af fólkinu bótunum.“

„Ég er kominn í ræðustól eiginlega foxillur, bara reiður. Hvernig dirfist Alþingi að setja lög í þessum þingsal sem mismuna fólki svo gróflega að það nær engri átt?“

Það var Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, sem þannig talaði á Alþingi í dag.

„Það eru til lög um að borgari sem fær greiddar bætur upp á 115.000 kr., dráttarvexti, en neitar að taka við þeim er þvingaður til að taka við þeim. Ekki nóg með það, heldur eru þessar bætur notaðar til að skerða sérstakar húsaleigubætur sem og venjulegar húsaleigubætur. Hversu langt getum við gengið í því að níðast á þeim sem geta ekki varið sig?“

Þú gætir haft áhuga á þessum


Hvers lags vinnubrögð eru þetta?

Guðmundur Ingi sem ákveðinn málsvari þeirra sem verst standa hélt áfram:

„Hvernig getum við leyft okkur að breyta dráttarvöxtum í refsingu til að ná 60, 70 og yfir 100% til baka af viðkomandi einstaklingum, veiku fólki, með lögum frá Alþingi? Það stendur skýrt í stjórnarskránni að það sé bannað að mismuna. Hvernig getum við haft svona lög? Og að það skuli vera gert þannig að skuldir upp á hundruð þúsunda séu stofnaðar vegna dráttarvaxta sem venjulegt fólk úti í bæ fær að eiga, dráttarvaxta vegna þess að það dróst úr hófi fram að borga þessu fólki það sem það átt rétt á.“

„Með því að ríkið dró lappirnar í tvö ár með að borga þetta gat það safnað upp dráttarvöxtum sem það gat notað til að stela af fólkinu bótunum. Hvers lags vinnubrögð eru þetta? Þetta er okkur til háborinnar skammar og ég spyr: Hvernig gátum við leyft okkur þetta? Hvers vegna í ósköpunum erum við ekki löngu búin að breyta þessu?“

Guðmundur Ingi tók raunveruleg dæmi: „Ég tala af eigin reynslu. Fyrir 20 árum fékk ég 3,2 milljónir í bætur sem endaði í 600.000 kr. tapi. Hvað sýnir það? Það sýnir að ekkert hefur breyst. Fólk fær fullar bætur og passar sig að eyða þeim ekki vegna þess að það veit að það þarf að greiða þær til baka eins og ein skynsöm kona gerði og þurfti að borga 12.000 kr. meira en hún fékk til baka.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: