- Advertisement -

„…og sprengja samfélag þess í tætlur“

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Ríkisstjórnir Evrópu elta Bandaríkjastjórn í stríðsundirbúningi hennar gegn Íran, eins og þær gerðu þegar Bandaríkjastjórn vildi ráðast inn í Írak. Þá vissu allir að Írak tengdist á engan hátt árásunum á tvíburaturnanna, sem þó áttu upphaflega að vera tilefni innrásarinnar, en létu sér linda vafasamar sannanir Bandaríkjamanna, sem voru svo vafasamar að þeir trúðu þeim ekki einu sinni sjálfir og lögðu því fram gegn betri vitund. Leiðtogar Evrópu hafa nú ákveðið að læra ekki af þessu heldur elta Bandaríkin inn í enn eitt landið sem þetta mikla herveldi hefur ákveðið að eyðileggja.

Hvað líður langur tími þar íslenskir ráðherrar gaspra um það sem þeir ekki hafa hundsvit á; um hvort það sem Bandaríkjamenn leggja á borð fyrir þá sé sönnun þess að Íran hafi gert árás á Saudi-Arabíu? Hvenær mun Katrín Jakobsdóttir fara með þuluna um nauðsyn þess að við Íslendingar styðjum árásir á Íran, við sem sóttum sjálfsmynd okkar sem þjóð í að vera friðsöm og vopnlaus þjóð þar til ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsókn setti okkur í hóp viljugra þjóða sem eltu falsanir Bandaríkjastjórnar inn í Írak og þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG lýsti okkur sem gerandi í loftárásum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins á Líbýu? Við lifum ekki bara tíma fake news heldur tíma þar sem falsaðar sannanir eru látnar duga til að myrða fólk í fjarlægum löndum og sprengja samfélag þess í tætlur.





Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: